Auðvelt að kjósa í rafrænni kosningu Eyjunnar

Ég tók þátt í rafræinni kosningu Eyjunnar áðan … ekki það að IceSave brenni eitthvað sérstaklega á mér, heldur vildi ég taka þátt þannig að þetta verði vænlegur kostur í framtíðinni.

Það var ekkert smá auðvelt að kjósa. Góðar leiðbeiningar á kosningasíðunni, fór bara í heimabankann þar sem beið mín netyfirlit, skráði mig inn í ÍslendingaVal og kaus. Dead-simple.

Hvet alla til að taka þátt hið minnsta, því þá er hægt að pressa þessa stjórnmálahálfvita í að skoða þetta sem vænlegan kost í framtíðinni.

Væri miklu frekar til í að taka þátt í umræðu, ef ég gæti tekið svona beinan þátt í því sem verið er að ákveða.

Reykjavíkurborg var eitthvað að daðra við þetta, en þar gat ég bara forgangsraðað einhverjum leikvöllum vs hringtorgum, ekki alveg það sem ég vildi …

Prúðuleikararnir spila Bohemian Rhapsody (í high-def)

Prúðuleikararnir eru bara æði …

Af hverju þessi blogg leti?

Ég bara eiginlega veit það ekki … það er orðið ansi langt á milli uppfærslna hérna, og ég er ekkert viss um að það sé nokkuð að breytast í nánustu framtíð.

Maður er á Feisbúkk, Twitter og Flickr  … uppfærslur þangað ættu nú að nægja. Svo þegar maður býr svona nálægt öllum þá hverfur þörfin fyrir að tjá sig hérna til að segja frá hvað er að gerast í Fannafoldinni.

Svo nenni ég ekki að skrifa um bankahrun eða æsseiv … er alveg fullsaddur af þeim umræðum öllum saman.

Og hvað á maður þá að skrifa um ? Það er stóra spurningin ….

Stjórnmálamenn af fúsum og frjálsum vilja?

Er virkilega til fólk í heiminum sem vill vera stjórnmálamenn af fúsum og frjálsum vilja … I don’t get it

Ekkert að frétta úr Fannafoldinni?

eee … jújú, alveg eins. Bara lítill tími til að skrifa um það … :o

Gulla og Hlynur Snær eyddu næstum tveimur vikum í Skandinavíu, fyrst hjá Andra og Lólý í Kaupmannahöfn og svo yfir til Sviþjóðar til Evu og Staffan.

Andri Freyr Hansson afrekaði það í Tívolíinu að hætta við eitthvað barnatækið og labba út áður en það fór af stað eins og áttræð kelling … ég held ég hefði látið mig hafa það, sama hversu hræddur ég hefði verið.

Á meðan skellti ég mér hins vegar til Portúgal að setja upp bókunarkerfið mitt hjá Eco Viagens, Portúgalskri ferða- og umboðsskrifstofu. Þetta er gríðarlega stórt skref fyrir ZEUS og gaman þegar öll vinnan sem maður hefur lagt á sig undanfarin ár er farin að bera árangur.

Ég tek hins vegar til mín orð viturs manns sem benti mér góðlátlega á að missa ekki sjónar á verkefninu, þó að vel gangi um stundarsakir.

Willum hættur, án skýringa

Ég er ekki alveg að skilja þetta … gerður fjögurra ára samningur á síðasta ári, og svo bara kallinn hættur, án skýringa.

Mér finnst furðulegt að menn sem stjórna svona almenningsíþróttafélagi skuli geta gert svona án skýringa. Það er eins og stjórnir deildanna geti bara gert það sem þeim sýnist og engar skýringar gefið nema á aðalfundum einu sinni á ári.

Við félagsmenn í Val eigum heimtingu á skýringum og ástæðum þess að Willum er ekki þjálfarinn okkar lengur.

Hækkum tekjuskattinn um 5%, fáum hlut í bönkunum í staðinn

Ég er með tillögu sem ég lagði fram á óformlegum spjallfundi eftir bumbubolta um daginn …

Hækkum tekjuskattinn um 5% til að afla ríkinu tekna í þessu hræðilega áferði sem er í dag.

Í staðinn fæ ég hlut í bönkunum miðað við það sem ég greiði í skatt. Ef ég greiði 1.000.000 í skatt og einhver annar 500.000, þá vinn ég mér inn tvöfalt stærri hlut í eignarhaldsfélagi sem fer með hlut ríkisins í bönkunum (og jafnvel þeim fyrirtækjum sem ríkið þarf að taka yfir v/ skulda).

Svo þegar við erum komin á betri kjöl, þá er þetta eignarhaldsfyrirtæki sett á almennan markað og ég get þá selt minn hlut, nú eða haldið honum ef ég vil.

Sem sagt, borga hærri skatt, fá eignir á móti … þá er ég miklu viljugri til að borga skattinn í dag ef ég veit að ég er að eignast eitthvað í staðinn.

Þarna verð ég á næsta ári, meiriháttar myndir frá Suður Afríku

Boston Globe er oft með massa flottar myndasýningar á vefnum hjá sér. Núna voru þeir að birta myndir frá Suður Afríku, þar sem Álfukeppnin í fótbolta fer fram þessa dagana.

Við strákarnir förum á næsta ári á alvöru keppnina, HM. Við fengum miða á leik í 16 líða úrslitum í Cape Town þann 29. júní 2010.

Þessi mynd hér fyrir neðan er ein myndanna í þessari seríu … þær eru hver annarri flottari

- Skoða allar myndirnar

Heimir Guðjóns átti setningu kvöldsins

Barcelona sigraði Manchester United í kvöld og varð þar með Evrópumeistari. Í þættinum sem á eftir kom, átti Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, frábæra samantekt á því af hverju Barcelona vann (næstu því orðrétt): “Það er mín skoðun að fleiri lykilleikmenn Barcelona áttu betri leik en lykilleikmenn United.”

Og þá kinkaði ljóskan við hliðina á honum kolli: “Ég er sammála”.

Ég held það sé varla hægt að sigra leik öðruvísi en að þínir lykilleikmenn séu betri en hinir … en hvað veit ég svo sem …

Hlynur Snær fékk að vaka lengur og horfa á leikinn … hann var eitthvað að skoða fótboltaspilin sín þegar Messi skoraði seinna mark Barcelona. Við Gulla fögnuðum helling, en það var eins og hann fattaði ekki neitt … var alveg í sínum heimi með spilin sín. Ég sagði við hann að Messi hefði skorað, og hann rétt leit upp og sagði: “Ég veit”. Og hélt áfram að skoða silfur Torres spilið sem hann fékk í dag.

Ógeðsleg einokunarverðlagning Icelandair

Gulla var um helgina að athuga að gamni sínu fargjöld til Svíþjóðar fyrir hana og Hlyn í sumar. Eva bauð henni að koma í viku meðan hún væri í fríi í lok júní og byrjun júlí.

Iceland Express er hætt að fljúga beint til Stokkhólms og fer bara til Gautaborgar.

Það þýðir að Icelandair situr eitt að kjötkötlunum á þessari leið og það fer sko ekkert á milli mála.

80.000 krónur fyrir Gullu og eitt barn takk fyrir. Á mann! 160.000 fyrir þau bæði. Þetta er bara gjörsamlega óskiljanlegt. Á sama tíma kostar á milli 30 og 40 þúsund fyrir manninn til Köben.